Hreppurinn býður upp á viðtal við lögmenn

Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Arctic lögmenn í samstarfi við Skaftárhrepp bjóða íbúum hreppsins upp á frítt viðtal við lögmenn stofunnar í næstu viku.

Þriðjudaginn 22. júlí verða lögmennirnir Sigurður Árnason hdl. og Leifur Runólfsson hdl. á skrifstofu Skaftárhrepps á milli klukkan 11:30-14:30.

Lögmennirnir svara fúslega og í trúnaði hverskonar almennum fyrirspurnum um réttindi áhugasamra, en dæmi um sérfræðisvið lögmanna stofunnar eru fasteigna- og jarðamál, bótamál, fjölskyldumál og skulda- og bankamál.

Fyrri greinFramkvæmdir í Þingborg ganga vel
Næsta greinÆgismenn töpuðu á Dalvík