Grímsnes- og Grafningshreppur fékk í síðustu viku afhenta lyklana að Hraunbraut 2 frá Helga Jónssyni, eiganda Tækja og tóla ehf.
Sveitarfélagið hefur um tíma verið að skoða leiðir til að sameina áhaldahús sveitarfélagsins á einn stað þar sem það er í dag bæði við Hraunbraut 2 og Minni-Borg sláturhús.
Til stóð að ráðast í byggingu á nýju húsnæði á nýja athafnasvæðinu við Borgargil en með þessum kaupum geta slíkar áætlanir beðið þar sem húsnæðisþörf sveitarfélagsins vegna áhaldahúss verður fullnægt til næstu ára.