Hreppurinn styrkir Eyvind

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja Björgunarfélagið Eyvind vegna gatnagerðargjalda.

Björgunarfélagið sendi hreppsnefndinni erindi vegna álagðra gatnagerðargjalda á hús félagsins í Sneiðinni en umrædd upphæð nemur tæpum 236 þúsundum króna.

Hreppsnefndin fól sveitarstjóra einnig að ganga til samninga við félagið um vinnu fyrir sveitarfélagið upp í styrkfjárhæðina.

Fyrri greinFjórar Hamarskonur á landsliðsæfingar
Næsta greinTvö skautasvell á Selfossi