Félagar í Björgunarfélagi Árborgar skoðuðu flóðið í Ölfusá í meira návígi en gengur og gerist í gær.
Tekin var létt æfing á ánni bæði á gúmmíbátum og vatnasleða og gekk mikið á þegar siglt var yfir stærstu skaflana.
Magnús Stefán Sigurðsson, félagi í BFÁ, tók myndbandið hér að neðan en í samtali við sunnlenska.is sagði hann að siglingin hafi verið “ansi hressandi”.
“Það var alveg geggjað að komast í svona mikið návígi við flóðið. Siglingum á ánni fylgir mikil áhætta en við þurfum að æfa okkur við allar mögulegar aðstæður til þess að geta brugðist rétt við á ögurstundu,” sagði Magnús.