Mjallhvít og dvergarnir sjö voru í aðalhlutverki á jólasýningu fimleikadeildar Umf. Selfoss sem sýnd var í dag í Vallaskóla.
Sýningin er fastur liður í jólaundirbúningi margra Selfyssinga en eins og venjulega var aðsóknin góð og þrjár sýningar haldnar fyrir fullu húsi.
Atriðin í sýningunni voru hvert öðru glæsilegra og tilþrifin voru frábær hjá iðkendum deildarinnar sem voru á öllum aldri en samtals eru iðkendur og þjálfarar sem koma að sýningunni rúmlega fjögurhundruð talsins.