Þeim sem leið eiga yfir Hellisheiði eða Þrengsli í dag er bent á að um tíma gerir þar hríðarveður með litlu skyggni.
Það þykknar upp með slyddu eða rigningu eftir hádegi en Veðurstofan gerir ráð fyrir að á milli kl. 13 og 17 verði hríðarveður og lítið skyggni fyrir ofan 200 metra yfir sjávarmáli.
Veðrið verður skárra á Mosfellsheiði og mun ganga niður undir kvöld.