Hringdi 130 sinnum í Neyðarlínuna

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi handtók mann á laugardagsmorgun sem hafði hringt 130 sinnum að tilefnislausu í Neyðarlínuna frá morgni laugardags til hádegis.

Maðurinn dvaldi á hosteli á Selfossi, þangað sem lögreglan sótti hann. Hann brást ókvæða við heimsókninni og hrækti á lögreglumenn sem höfðu afskipti af honum.

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Fyrri greinBjarki Már skoraði sitt 200. landsliðsmark
Næsta greinÞrjú verkefni hlutu styrk úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands