Skrifstofa Sýslumannsins á Suðurlandi í Vík í Mýrdal er á annarri hæð og þar er engin lyfta. Þurfi einstaklingur í hjólastól til að mynda að sækja um vegabréf þarf sá hinn sami að að fara á Selfoss.
Þessu komst Brandur Bjarnason Karlsson að á hringferð sinni um landið í vikunni. Brandur hefur verið á ferðinni með föruneyti sínu undanfarna fimm daga til þess að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að hreyfihamlaðir komist sem víðast, að leitað verði lausna til að komast yfir farartálma og byggingar þannig úr garði gerðar að hreyfihamlaðir komist helst leiðar sinnar líkt og aðrir íbúar landsins.
Ferðin hófst á Bessastöðum þar sem fyrsti farartálminn var að komast upp tröppur á forsetasetrinu. Síðan þá hefur hópurinn komið við í Vík í Mýrdal, á Egilsstöðum, Mývatni, Akureyri, Blönduósi og Borgarnesi.