7.3 C
Selfoss
Miðvikudagur 15. janúar 2025
Heim Fréttir Hringspólandi á Skeiðarársandi

Hringspólandi á Skeiðarársandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegfarandi sem átti leið um Suðurlandsveg á Skeiðarársandi í síðustu viku tók upp myndskeið af ökumanni jepplings sem gerði sér að leik að aka í hringi utan vegar á sandinum.

Myndskeiðið sendi hann lögreglu sem tókst að hafa uppi á viðkomandi ökumanni og yfirheyra um málsatvik. Sá lauk málinu með því að greiða 150 þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn.

Fyrri greinHamar vann stigakeppnina
Næsta greinDæmdur í gæsluvarðhald til 20. desember