Jörð skalf í nágrenni Nesjavalla í morgun en kl. 5:39 varð skálfti af stærð 3,0 og fjórum mínútum síðar, kl. 5:43, varð skjálfti af stærðinni 3,4.
Stærstu skjálftarnir urðu í botni Kýrdals, um tvo kílómetra vestan við stöðvarhúsin á Nesjavöllum. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Tilkynningar hafa borist um að stærri skjálftinn hafi fundist í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu.