Hröktum ferðamönnum bjargað af Vatnajökli

Björgunarsveitarfólk á ferðinni. Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Tveir tékkneskir ferðamenn sem leitað hefur verið að á Vatnajökli frá því í morgun eru fundnir. Mennirnir eru komnir um borð í snjóbíl Björgunarfélags Árborgar, sem flytur þá til byggða.

Björgunarsveitir af stóru svæði voru kallaðar út eftir að merki barst frá neyðarsendi í gærkvöldi. Sótt var að mönnunum úr mörgum áttum en aðstæður á jöklinum voru mjög erfiðar, mikil veðurhæð og mjög takmarkað skyggni á köflum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru mennirnir hraktir og kaldir en ekki slasaðir.

Fyrri greinSvaf ölvunarsvefni undir stýri
Næsta greinBarni bjargað upp úr sprungu við Hakið