Hross féllu úr hestakerru

Hestakerra í eftirdragi bifreiðar opnaðist á ferð á öðrum tímanum í dag austan við Hvolsvöll, með þeim afleiðingum að tveir hestar sem voru í kerrunni féllu útbyrðis.

Að sögn lögreglunni á Hvolsvellu var dýralæknir kallaður á staðinn og þurfti að aflífa annað hrossið, en hitt slapp með lítil meiðsl.

Málið er nú í rannsókn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Fyrri greinGeysir skvettir úr sér
Næsta greinSólveig farin til Jerúsalem