Liðsmenn Björgunarfélagsins Eyvindar í Hrunamannahreppi voru kallaðir út fyrr í kvöld vegna hrossastóðs á Skeiðunum sem varð innlyksa á sandeyri í miðri Þjórsá.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að svo virðist sem stóðið hafi farið út á eyrina á þurru en svo hafi vatnið aukist í ánni og hrossin, sem voru tæplega 20, hafi veigrað sér við að fara yfir ánna.
Björgunarsveitarfólk óð yfir ánna til hrossanna og kom taumi á eitt hrossið. Það var teymt yfir ána og stóðið fylgdi á eftir og þar með var málið leyst á farsælan hátt