Hrunamenn auglýsa eftir sveitarstjóra

Starf sveitarstjóra í Hrunamannahreppi er laust til umsóknar en Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, tekur nú við stjórninni í Rangárþingi eystra í kjölfar kosningasigurs þar.

Hrunamenn hafa því á heimasíðu sinni auglýst eftir duglegum og áhugasömum sveitarstjóra sem getur hafið störf sem fyrst.

Einstaklingurinn sem leitað er að þarf að vera jákvæður og fær í stjórnun og mannlegum samskiptum, hafa reynslu af rekstri og stjórnsýslu sveitarfélaga og áhuga og reynslu á markaðs og kynningarmálum. Hann þarf þar að auki að hafa háskólamenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.

Umsóknarfrestur er til 15. júní nk.

Fyrri greinLandgræðslan þarf 100 milljónir til að hefta fok
Næsta greinPiltarnir grunaðir um yfir 80 innbrot