Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að samningi við Hrunamannahrepp um launavinnslu fyrir sveitarfélagið verði sagt upp frá næstu áramótum.
Samhliða er gert ráð fyrir aukningu á starfshlutfalli á skrifstofu Flóahrepps. Sveitarstjóra hefur verið falið að kanna hversu hátt starfshlutfall launavinnslunnar er.
„Sveitarstjórn þakkar gott samstarf við Hrunamannhrepp um launavinnslu sem staðið hefur frá árinu 2010 og felur sveitarstjóra að senda tilkynningu um uppsögnina,“ segir í bókun sveitarstjórnar.