Seinni hluti héraðsmóts karla í blaki var haldinn í Hveragerði í apríl. Sex lið frá fjórum félögum tóku þátt í vetur, en Hamar og Laugdælir sendu tvö lið til keppni í vetur.
Líkt og undanfarin ár var keppnin um efstu sætin spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu leikjunum. Hrunamenn tryggðu sér titilinn með 14 stig og lið Hamars A varð í öðru sæti með 13 stig og Hamar 1 varð í þriðja með 8 stig, einu stigi meira en Laugdælir 1.
Hrunamenn endurheimtu þar með titilinn, en Hamar vann í fyrra. Þetta er tuttugasti sigur Hrunamanna á héraðsmóti karla í blaki, en mótið í ár var það 45. í röðinni. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1974.
Heildarúrslit mótsins eru á heimasíðu HSK.