Hs Orka áformar að reisa um 9 MW rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum, Brúarvirkjun, og hefur Mannvit lagt fram tillögu að matsáætlun fyrir hönd fyrirtækisins.
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.
Orkuöflun HS Orku hefur til þessa að mestu byggst á jarðvarmavirkjunum, það er orkuveri í Svartsengi og Reykjanesvirkjun.
Fyrirtækið hefur í seinni tíð gert samninga um kaup á orku frá litlum vatnsaflsvirkjunum til að styrkja stöðu sína á raforkumarkaði og með Brúarvirkjun er fetað áfram þá slóð.