HS veitur í nýju húsnæði

Fjölmenni var við opnun nýrrar starfsaðstöðu HS veitna að Eyravegi 53 á Selfossi á dögunum en fyrirtækið hefur flutt sig úr húsnæði í eigu Sveitarfélagsins Árborgar við Austurveg þar sem það hefur verið um árabil.

Veiturnar þurfa nokkuð pláss og gott rými er í nýja húsnæðinu og athafnasvæði þar fyrir aftan.

Sveitarfélagið Árborg mun nýta aðstöðuna í áhaldahúsinu Austurveg undir núverandi starfsemi framkvæmda- og veitusviðs og Selfossveitna.

Fyrri greinSlegist um sætin á ráðstefnu
Næsta grein„Kröfurnar um skilyrðislausa hollustu eru alltaf að aukast“