Á hverju ári fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands fjölmargar gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum. Á því var engin undantekning árið 2011.
Þær gjafir sem stofnunin fékk var kaffistell, kakóstell, sérsmíðað taflborð, krullubursti, þrjú sjónvarpstæki, hægindastólar, barnadót, leikborð og listaverk.
Þá fékk stofnunin peningagjafir frá fjórum aðilum, samtals að upphæð tæplega 1,4 milljónum króna.
Á heimasíðu HSu eru gefendum færðar bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og ómetanlegt er fyrir stofnunina að finna þann hlýhug sem gjöfunum fylgir.