Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samning við Landsvirkjun um heilbrigðisþjónustu við byggingu Búðarhálsvirkjunar.
HSu hefur umsjón með heilbrigðisþjónustu á byggingarsvæði Búðarhálsvirkjunar en samningurinn nær til margra þátta, t.d. læknisþjónustu. Samningurinn gildir til loka árs 2013.
Fagleg ráðgjöf á sviði lækninga og sjúkraflutninga er liður í samningnum en einnig umsjón og fagleg ráðgjöf með rekstri sjúkrastofu á staðnum. Farið er í einu og öllu eftir þeim verkferlum sem gilda um heilbrigðisþjónustu og allt með það að markmiði að tryggja örugga og góða heilbrigðisþjónustu við starfsmenn virkjunarinnar.
Í Búðarhálsvirkjun starfa allt að 3-400 starfsmenn og segja forsvarsmenn HSu mikilvægt að tryggja öryggi þeirra.