Hugmyndir um nýtingu skólahúss

Fundarmenn á fjölmennum fundi um breytta starfsemi Sandvíkurskóla í síðustu viku voru almennt jákvæðir þeim hugmyndum sem þar voru kynntar.

Meðal þess sem rætt var á fundinum voru hugmyndir um að starfsemi Skólaskrifstofu Suður­lands yrði sameinuð í húsinu. Þá hefur Héraðsskjalasafn Árnesinga rætt þann möguleika að fá þar inni með starfsemi sína sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Jafnframt hefur Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunetið sýnt því áhuga að færa starfsemi sína inn í skólann.

Þess utan komu fram hug­myndir um að nýta íþróttasalinn undir menningarstarfsemi, rætt var um þann möguleika að í húsinu yrði samgöngu- og ferðamiðstöð með þátttöku Strætó ásamt fleiri hugmyndum.

Fyrri greinÞórir til Póllands
Næsta greinVegtengingum fækki um þrjátíu