Kvartanir hafa borist til bæjaryfirvalda í Árborg vegna lausra hunda á Eyrarbakka.
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Árborg er skylt að skrá alla hunda í sveitarfélaginu en brot gegn samþykktinni varðar sektum.
Málið var rætt á fundi bæjarráðs í morgun og þar kom fram að umræddir hundar hafi ekki verið skráðir. Bæjarráð samþykkti að kæra eiganda hundanna til lögreglu vegna brots á skráningarskyldu.