Hundarnir þefuðu uppi þrjá neysluskammta

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk um helgina aðstoð fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra, annarsvegar frá lögreglunni í Vestmanneyjum og hinsvegar frá fangelsismálayfirvöldum.

Meðal annars var farið á tjaldsvæði í umdæminu og eftir þessa yfirferð komu upp þrjú svokölluð neyslumál sem eru nú til rannsóknar.

Fyrri grein„Óhætt að segja að þetta hafi verið sætt“
Næsta greinSunnlenskir einsöngvarar á fyrstu tónleikum Engla og manna