Lausir hundar eru til vandræða í Selfosskirkjugarði og voru þeir til umræðu á síðasta fundi sóknarnefndar.
„Já, það hefur borið á því æ ofan í æ að fólk hefur tekið hundana með sér í garðinn og gleymt að þrífa eftir þá og það er eins og gefur að skilja ólíðandi,“ segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson prestur í Selfosskirkju í samtali við Sunnlenska.
Hann segir að á fundinum hafi verið ákveðið að skoða málið frekar og hvernig brugðist er við slíku í öðrum kirkjugörðum.