Tvær björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út í dag til bjargar hundi sem fallið hafði í sprungu í sumarbústaðarhverfi á Þingvöllum.
Hundurinn féll 5-6 metra niður í sprunguna en opið á henni var ekki stórt og vel falið í kjarrlendi. Eigendur hundins sáu hann ekki en heyrðu til hans.
Tíu björgunarsveitarmenn fóru á vettvang og þurftu þeir að síga niður sprunguna og finna hundinn. Tókst þeim að koma ólum um hann og hífa hann upp, hann komst úr sprungunni heill á húfi seinni partinn í dag.