Hundur glefsaði í dreng

Hundur glefsaði í 10 ára gamlan dreng á Selfossi um miðjan dag í gær.

Eigandi hundsins hafði verið með tvo hunda bundna í garði sínum og þegar hann var að laga taum annars hundsins losnaði um hinn sem fór út á götu og glefsaði í drenginn sem átti leið hjá í sama mund.

Farið var með drenginn í heilsugæsluna á Selfossi þar sem hann fékk viðeigandi læknismeðferð.

Hundurinn var óskráður sem er brot á lögreglusamþykkt.

Fyrri greinÆrðist í fangaklefa og braut bæði hönd og tá
Næsta greinDagbók lögreglu: Óþægur á Örkinni