Fyrr í kvöld varð umferðarslys á Suðurlandsvegi við Reynisfjall þegar húsbíll fauk út af veginum. Sex erlendir ferðamenn voru í bílnum og var einn þeirra fluttur töluvert slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.
TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum og mætti hún sjúkrabíl með hinn slasaða á veginum að Landeyjahöfn rétt upp úr klukkan sjö.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru aðrir sem í bílnum voru óslasaðir. Vinna er enn í gangi á vettvangi.
Húsbílinn er gjörónýtur eftir óhappið.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má reikna má með hviðum 30-40 m/s í Öræfum fram til kl. 22 í kvöld og í Mýrdal og undir Eyjafjöllum til kl. 23.