Húsnæðisverð hækkar á ný

Þróun fasteignaverðs í Sveitarfélaginu Árborg bendir til að verðlag nálgist það sem það var á þriðja ársfjórðungi ársins 2008.

Þetta má greina á hagtölum Hagstofunnar.

Ef miðað er við vísitöluna 100 frá 2008 nálgast verðlagið nú töluna 95. Lægst fór verðlagið í 70 á þriðja ársfjórðungi árið 2010 en tók skarpa uppsveiflu allt næsta ár þar á eftir. Árið 2012 tók verð á fasteignum að lækka aftur en hefur hækkað á nýjan leik frá áramótum.

Sveiflur eru þó töluverðar sem úrskýrist af strjálum viðskiptum. Ef horft er til stærstu sveitarfélaganna á landsbyggðinni má greina mismiklar sveiflur þar, og fremur ólíkar því sem gerist í Árborg.

Fyrri greinÍ svörtum fötum í Hvítahúsinu
Næsta grein„Úrslitin sennilega sanngjörn“