Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í fjöruna á Stokkseyri í dag til að berja augum hnúfubakshræið sem rak þar á land í nótt
Gísli Víkingsson frá Hafrannsóknarstofnun skoðaði hvalinn í morgun og telur hann að um sé að ræða eins árs skepnu sem vegur allt að tólf tonnum.
Ákveðið var að fjarlægja hvalinn strax í dag og hófust starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða handa við það síðdegis.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, var á staðnum í dag. sunnlenska.is/Björn Ingi Bjarnason