Hvalurinn laus úr prísundinni

Hvalurinn kominn aftur á flot. Ljósmynd/Ægir Guðjónsson

Hvalurinn sem strandaði í Skötubótinni í Þorlákshöfn í morgun er laus úr prísundinni. Hann synti á haf út á sjötta tímanum í dag.

Hvalurinn var á þurru landi í Skötubótinni í hádeginu en upp úr miðjum degi var farið að falla að og hresstist hann til muna um fjögurleitið þegar flætt hafði vel að honum.

Um klukkan 17 náðu félagar úr Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka að draga hvalinn á flot á bátnum Gauja Páls. Þeir höfðu haldið dýrinu blautu í allan dag ásamt félögum úr Mannbjörg í Þorlákshöfn sem einnig sinntu björgunaraðgerðum sídegis.

Fyrri greinAftur rafmagnslaust í Rangárþingi
Næsta greinSkólameistaraskipti í FSu