Hvar á Alda aldanna að vera?

Alda aldanna. sunnlenska.is/Sigurður Sigmundsson

Eins og sunnlenska.is hefur greint frá munu framkvæmdir við nýtt hringtorg á Flúðum hefjast á næstunni.

Höggmyndin Alda aldanna, eftir Einar Jónsson myndhöggvara frá Galtafelli, er inni á framkvæmdasvæðinu og því þarf að færa hana til.

Sveitarfélagið hefur óskað eftir hugmyndum frá íbúum um nýja staðsetningu á höggmyndinni og er hægt að senda inn hugmyndir á netfangið hruni@fludir.is fyrir 1. mars.

Alda aldanna var afhjúpuð á Flúðum þann 17. júní árið 1977.

Fyrri greinAllir Selfyssingarnir unnu til verðlauna á RIG
Næsta greinÍBU fær góðan liðsstyrk