Sveitarfélagið Árborg greiddi á síðasta ári rúmar 7,5 milljónir króna í hvatagreiðslur fyrir börn í íþrótta- og tómstundastarfi.
Árið 2010 voru greiddar út 753 umsóknir en greiðslan er 10.000 krónur fyrir hvern iðkanda á aldrinum 6-18 ára.
Hvatagreiðslurnar hækkuðu um tæpa milljón á milli ára en árið 2009 voru greiddar rúmar 6,5 milljónir króna en þá voru umsóknirnar 654.
Fyrirkomulag hvatagreiðslu er með þeim hætti að foreldrar sækja um rafrænt í gegnum íbúagátt á heimasíðu Árborgar. Leggja þarf fram staðfestingu á að greiðsla til félags vegna iðkendagjalda hafi farið fram.