Kosning er hafin á Sunnlendingi ársins 2024. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka en því má ekki gleyma að síðustu tólf mánuðina hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vakið hafa athygli og aðdáun.
Í fyrra var það Sigurjón Ægir Ólafsson, kraftlyftingamaður á Selfossi, sem var kosinn Sunnlendingur ársins en hann sýndi það og sannaði árið 2023 hversu einstakur íþróttamaður hann er. Ægir vakti gríðarlega athygli á Special Olympics í Berlín og náði svo í gullverðlaun í Special Olympics flokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði sem fram fór í Litháen.
Kosningunni lýkur þann 13. janúar næstkomandi. Þetta er í fimmtánda skipti sem sunnlenska.is stendur fyrir kjörinu á Sunnlendingi ársins, en áður en vefurinn fór í loftið höfðu Sunnlenska fréttablaðið, sudurland.is og Suðurland FM staðið fyrir kjörinu.
Fyrri Sunnlendingar ársins:
2023 Sigurjón Ægir Ólafsson, kraftlyftingamaður á Selfossi Valinn af lesendum sunnlenska.is
2022 Arnór Ingi Davíðsson, bjargvættur í Hveragerði Valinn af lesendum sunnlenska.is
2021 Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Selfossi Valinn af lesendum sunnlenska.is
2020 Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Valið af lesendum sunnlenska.is
2019 Karlalið Selfoss í handbolta Valdir af lesendum sunnlenska.is
2018 Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu Valdir af lesendum sunnlenska.is
2017 Sigríður Sæland, íþróttakennari á Selfossi Valin af lesendum sunnlenska.is
2016 Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður frá Selfossi Valinn af lesendum sunnlenska.is
2015 Björgvin Karl Guðmundsson, crossfit-kappi frá Stokkseyri Valinn af lesendum sunnlenska.is
2014 Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukona frá Hellu Valin af lesendum sunnlenska.is
2013 Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Eyrarbakka Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2012 Jóhanna Bríet Helgadóttir, móðir á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2011 Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari og kennari á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2010 Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2009 Hrönn Arnardóttir og Stefán Pétursson, sjúkraflutningamenn Valin af hlustendum Suðurland FM
2008 Jón Eiríksson, bóndi og fræðimaður í Vorsabæ á Skeiðum Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins
2007 Ekki valið
2006 Hannes Kristmundsson í Hveragerði, reisti minningarkrossa við Kögunarhól Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is
2005 Gunnar Egilsson, Suðurpólfari á Selfossi Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is