Orka náttúrunnar hefur sett upp glæsileg viðvörunarskilti á Hellisheiði sem vara sleða- og jeppamenn við gufu- og heitavatnslögnum á Hengilssvæðinu.
Þetta er gert til að efla öryggi útivistarfólks, einkum þeirra sem ferðast um heiðina á vélsleðum eða jeppum að vetrarlagi.
Blaðamaður sunnlenska.is átti leið um svæðið í gær og staldraði auðvitað við til þess að skoða nýja skiltið. Það voru reyndar ekki jarðhitalagnirnar sem vöktu mesta athygli, heldur meinleg stafsetningarvilla, sem vísar vegfarendum á HVERGERÐI.
Stóra spurningin er því HVER GERÐI þetta skilti? Væntanlega munu Orkuveitumenn og -konur bregðast skjótt við og breyta skiltinu áður en bæjarstjórn Hveragerðibæjar mun álykta um málið.