Framboðslisti sjálfstæðismanna í Hveragerði var samþykktur í gærkvöldi á félagsfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, er í fjórða sæti listans en hún skipaði efsta sætið í síðustu kosningum. D-listinn hefur nú hreinan meirihluta í Hveragerði og fjóra bæjarfulltrúa.
Sitjandi bæjarfulltrúar flokksins gáfu allir kost á sér áfram og situr Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, í fyrsta sætinu. Listinn er þannig skipaður:
1. Eyþór Ólafsson
2. Unnur Þormóðsdóttir
3. Guðmundur Guðjónsson
4. Aldís Hafteinsdóttir
5. Ninna Sif Svavarsdóttir
6. Lárus Kristinn Guðmundsson
7. Elínborg Ólafsdóttir
8. Friðrik Sigurbjörnsson
9. Harpa Guðlaugsdóttir
10. Hafþór Björnsson
11. Ragnhildur Hjartardóttir
12. Kristín Dagbjartsdóttir
13. Birkir Sveinsson
14. Guðrún Magnúsdóttir