D-listinn nær áfram hreinum meirihluta í Hveragerðisbæ þrátt fyrir að tapa rúmum 6% frá kosningunum 2014.
Á kjörskrá eru 1.956 einstaklingar og talin hafa verið 1.527 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 775 atkvæði eða 52,4% og heldur sínum fjórum fulltrúum.
O-listi Okkar Hveragerði sem er nýtt framboð fékk 489 atkvæði eða 33,0% og tvo bæjarfulltrúa. Samfylking og óháðir buðu ekki fram í ár, en framboðið fékk tvo fulltrúa árið 2014.
B-listi Frjálsra með framsókn fékk 215 atkvæði eða 14,5% og bætti við sig tæpu 1% frá árinu 2014 og heldur sínum bæjarfulltrúa.
Kjörnir fulltrúar:
- Eyþór H. Ólafsson, D-lista
- Njörður Sigurðsson, O-lista
- Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, D-lista
- Friðrik Sigurbjörnsson, D-lista
- Þórunn Pétursdóttir, O-lista
- Garðar R. Árnason, B-lista
- Aldís Hafsteinsdóttir, D-lista
Næstur inn var Friðrik Örn Emilsson, O-lista, sem vantaði 93 atkvæði til þess að fella Aldísi.