Lið Hveragerðis steinlá þegar liðið mætti Akureyri í Útsvarinu í Sjónvarpinu í kvöld. Lokatölur voru 113-59.
Þrátt fyrir frábær tilþrif í látbragðsleiknum dugði það ekki til því sterkt lið Akureyrar hafði töglin og hagldirnar og leiddi allan tímann.
Þessi 59 stig gera Hveragerði að fjórða stigahæsta tapliðinu og á liðið því enn möguleika á að komast áfram í keppninni.
Lið Hveragerðis skipa þau Eva Harðardóttir, Pálína Sigurjónsdóttir og Úlfur Óskarsson.