Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að fela Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, að óska eftir viðræðum við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss um mögulega sameiningu sveitarfélaganna.
Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í lok maí fór fram ráðgefandi skoðanakönnun meðal Hvergerðinga um sameiningarmál.
Langflestir sem tóku þátt í könnunni vildu að byrjað yrði að ræða við Ölfusinga og því tók bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þessa ákvörðun.