Rjúpnaskytta hringdi í Neyðarlínuna um klukkan hálf þrjú í dag og tilkynnti um mikinn reyk frá skála skammt frá Stöng í Þjórsárdal.
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Árnesi og á Flúðum voru kölluð út vegna tilkynningarinnar.
Þegar varðstjóri slökkviliðsins náði svo sambandi við rjúpnaskyttuna fékk hann grun sinn staðfestan en reykurinn, eða gufan, reyndist koma frá hvernum við gömlu sundlaugina í Þjórsárdal.
Var því allt viðbragð slökkviliðsins afturkallað þegar ljóst var hver skýringin var.