Byggðaráð Rangárþings ytra samþykkti á dögunum að hvert hverfi fái allt að 100 þúsund króna fjárstyrk til kaupa á skreytingum vegna komandi Töðugjaldahátíðar.
Þetta er gert eftir beiðni markaðs-, menningar og jafnréttismálanefndar sem lagði til að sveitarfélagið myndi leggja til fjármuni til kaupa á sameiginlegum skreytingum í hverfin í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar.
Ekki verður greitt fyrir vinnu, aðeins efniskaup og ekki má nýta fjármunina til annars en að kaupa skreytingar.
Töðugjöldin verða haldin dagana 11. til 18. ágúst næstkomandi.