Hverfisráð stofnuð í Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir í Sunnlenska fréttablaðinu í dag eftir áhugasömum aðilum til að sitja í hverfisráðum í sveitarfélaginu.

Hverfisráð munu starfa á Eyrarbakka, Stokkseyri, í Sandvíkurhreppi og á Selfossi þar sem starfa munu tvö hverfisráð, austan og vestan Tryggvagötu.

Hverfisráðum er ætlað að stuðla að hvers konar samstarfi innan svæðis, móta stefnu og gera tillögur til bæjarráðs. Hverfisráð verða vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og bæjaryfirvalda.

Hvert hverfisráð verður skipað fimm fulltrúum. Tilnefnt verður í ráðin á bæjarstjórnarfundi í janúar.

Fyrri greinÚtgáfuhátíð í kvöld
Næsta greinLeikfélag Selfoss fagnar jólunum