Samkvæmt nýjustu tölum eru Hvergerðingar nú 2.324 og hafa aldrei í sögu bæjarins verið fleiri.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir þróunina afar jákvæð fyrir bæjarfélagið sérstaklega í ljósi þess að íbúum landsins hefur fækkað að undanförnu og þar af leiðandi glíma velflest sveitarfélög við fólksfækkun.
„Það er greinilegt að Hveragerði er ákjósanlegur búsetukostur enda hefur á undanförnum árum verið unnið markvisst að því að bæta umhverfi og aðstöðu íbúa,“ segir Aldís.