„Við erum ekki að tala um stórgjafir, meira svona táknrænt gleðimerki,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að rétt fyrir áramót verði öllum börnum í bæjarfélaginu, sem eru fædd á árinu 2014 færð sérmerkt gjöf frá bæjarfélaginu.
Kostnaður við gjafirnar verður um 120.000 krónur en nú þegar er vitað um þrjátíu og fjögur börn, sem fá gjöf, en að líkindum verða þau fleiri.