Hvergerðingar sigruðu í tveimur bekkjum

Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi árið 2010-2011 fór fram sl. föstudag á Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í 8. bekk sigraði Guðjón Helgi Auðunsson, Grunnskólanum í Hveragerði, með 81 stig önnur var Helga Margrét Höskuldsdóttir, Flóaskóla með 72 stig og þriðja Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Vallaskóla á Selfossi með 69 stig.

Karólína Ursula Guðnason, Grunnskólanum í Hveragerði, sigraði í 9. bekk með 88 stig, Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, Sunnulækjarskóla varð önnur með 77 stig og Halldóra Íris Magnúsdóttir, Vallaskóla, þriðja með 76 stig.

Í 10. bekk sigraði Garðar Guðmundsson, Grunnskóla Bláskógabyggðar, með 85 stig. Kolbeinn Sigurður Kolbeinsson, Vallaskóla, varð annar með 72 stig og Gíslína Skúladóttir, Vallaskóla, þriðja með 71 stig.

Fyrri greinKastaði snjóboltum úr bíl á ferð
Næsta greinIngibergur vann þrenn verðlaun