Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi árið 2010-2011 fór fram sl. föstudag á Skólaskrifstofu Suðurlands.
Í 8. bekk sigraði Guðjón Helgi Auðunsson, Grunnskólanum í Hveragerði, með 81 stig önnur var Helga Margrét Höskuldsdóttir, Flóaskóla með 72 stig og þriðja Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Vallaskóla á Selfossi með 69 stig.
Karólína Ursula Guðnason, Grunnskólanum í Hveragerði, sigraði í 9. bekk með 88 stig, Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, Sunnulækjarskóla varð önnur með 77 stig og Halldóra Íris Magnúsdóttir, Vallaskóla, þriðja með 76 stig.
Í 10. bekk sigraði Garðar Guðmundsson, Grunnskóla Bláskógabyggðar, með 85 stig. Kolbeinn Sigurður Kolbeinsson, Vallaskóla, varð annar með 72 stig og Gíslína Skúladóttir, Vallaskóla, þriðja með 71 stig.