Hvergerðingar skreyta af kappi

Blásið hefur verið til jólaljósa-skreytingakeppni í Hveragerði. Best skreyttu heimilin og fyrirtækin verða verðlaunuð en verðlaunin eru í veglegri kantinum.

Það er Róbert Guðmundsson, íbúi í Hveragerði, sem hefur frumkvæðið af keppninni sem haldin er í samstarfi við fyrirtæki í Hveragerði og Árborg.

Vegleg verðlaun verða veitt, að verðmæti u.þ.b. 500 þúsund króna, fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Best skreyttu heimilin fá gjafabréf frá fyrirtækjum og best skreyttu fyrirtækjunum verður afhentur verðlaunaskjöldur til eignar.

Keppnin hófst þann 21. nóvember sl. og stendur til 13. desember. Verðlaunaafhending verður 17. desember í Sunnumörk á sama tíma og Almar bakari afhendir verðlaun fyrir best skreytta piparkökuhúsið.

Eftirtöldar aðilar styrkja jólaljósaskreytingakeppnina: Álnavörubúðin, Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Hverablóm, Byko, Húsasmiðjan, Hárgreiðslustofan Ópus, Hoflandssetrið, Kjörís, Almar bakari, Subway, Hárgreiðslustofan Stofan, Café Rose, Guðmundur Tyrfingsson , Tískuvöruverslunin Republica, Sportbær , Krakkalind, Lind tískuverslun, Útvarp Suðurland, Sunnlenska, Dagskráin, Lyf og Heilsa, Hótel Örk, Sporttæki, Hrói höttur, Blómaborg, Hárgreiðslustofan Bylgjur og Bartar, Hárgreiðslustofa Önnu, Tryggingamiðstöðin, Flugger Litir, Guðni bakari, N1, Garða- og húseignaþjónusta Suðurlands, Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Stúdío Stund, Riversidespa.is, Sjóvá, Motivo.is .

Fyrri greinHeilsugæslunni á Hellu lokað
Næsta greinVirkjun hefði góð áhrif á umhverfið