Hvergerðingar sópuðu til sín verðlaunum

Nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði náðu góðum árangri í smásagnasamkeppni FEKÍ í vor.

Skólinn hefur nokkur undanfarin ár tekið þátt í samkeppninni sem Félag enskukennara á Íslandi og Sendiráð Bandaríkjanna hafa efnt til meðal grunnskóla um allt land.

Í ár tóku allflestir nemendur í 6. – 10.bekk þátt og skrifuðu sögur á ensku. Kennarar völdu úr þessum sögum og sendu inn í keppnina. Árangur Hvergerðinganna var glæsilegur því af níu verðlaunum sem veitt voru komu fimm í hlut nemenda úr Grunnskólanum í Hveragerði.

Í flokknum 6. bekkir og yngri fengu tveir nemendur skólans verðlaun. Það eru þau Pétur Nói Stefánsson og Erla Rut Pétursdóttir, bæði úr 6. bekk. Í þessum flokki voru verðlaunin ekki sett á nein sæti.

Í flokknum 7.-8.bekkir fékk Baldvin Alan Thorarensen 1. verðlaun og Kristina May Jones 2. verðlaun. Þau eru bæði í 8.bekk.

Í flokknum 9.-10. bekkir hlaut Bjartur Geirsson 1. verðlaun. Hann er í 10.bekk.

Það voru enskukennarar skólans þau Ólafur Jósefsson og Guðrún Olga Clausen sem sáu um utanumhald á þessu verkefni.

Myndir af vinningshöfunum eru á heimasíðu skólans.

Fyrri greinBrotlenti á Hellisheiði
Næsta greinSamræður á sunnudegi