Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að hefja viðræður við Brunavarnir Árnessýslu um mögulega inngöngu Hvergerðinga í byggðasamlagið.
Tillagan var borin upp á síðasta fundi bæjarstjórnar að höfðu samráði við brunaverði Hveragerðisbæjar. Þeir funduðu með bæjarstjórn í síðustu viku og lýstu sig hlynnta þessari hugmynd.
Ennfremur staðfesti bæjarstjórn ákvörðun bæjarráðs vegna samkomulags við Brunavarnir Árnessýslu þar sem slökkvilið Hveragerðis mun sinna útköllum í vesturhluta Árnessýslu til 15. júlí nk. með sama hætti og verið hefur síðustu mánuði.