Hvergerðingar þurfa að spara heita vatnið

Sundlaugin Laugaskarði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Hvergerðingar mega gera ráð fyrir lægra hitastigi á heita vatninu næstu daga og eru þeir beðnir um að fara sérstaklega vel með heita vatnið.

Í kuldatíðinni eykst notkun og nú er svo komið að stórnotendur hafa verið beðnir að takmarka notkun sína eins og hægt er. Því hefur sundlauginni í Laugaskarði verið lokað á meðan á kuldatíðinni stendur en opið verður í ræktina og sturtur.

Rekstur borholunnar sem bilaði í Hveragerði þann 1. desember hefur gengið vel eftir viðgerð en í janúar kemur nýr búnaður til landsins og þá verður hægt að tryggja nýtingu borholunnar betur.

Fyrri greinMarín Laufey glímukona ársins 2024
Næsta greinÁramótabrennur á Suðurlandi