Gjálp, félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir opnum fundi til að hvetja til þátttöku í sveitarstjórnarmálum í Árnesi milli kl. 15 og 17 á morgun, laugardag.
Yfirskrift fundarins er Hvernig höfum við áhrif á samfélag okkar?
Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur, sem starfaði hjá Morgan Stanley í New York og London og var áður aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs mun opna fundinn með mjög áhugavert og skemmtilegt spjall um hvað einkennir samfélög sem fólk sækir í að búa í og hvað við getum lært af þeim.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps og Matthildur María Guðmundsdóttir, verkfræðingur, munu segja frá sinni reynslu af sveitastjórnarmálum. Einnig mun Ástráður Unnar Sigurðsson segja frá starfsemi Ungmennaráða.
Veitingar og hressilegar umræður í boði fyrir alla.
Fundurinn er styrktur af Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Flóahreppi.