Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.
Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi sveitarstjórnarráðs Framsóknar í kvöld, þar sem segir einnig að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila.
„Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum, eins og ríkisstjórn hefur samþykkt, enda setur Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styður ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum,“ segir ennfremur í ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar.